Basic marengs terta sem maður bara skellir í, ekkert vesen, alltaf góð!
Mjög þægilegt að baka botninn að kvöldi og gera svo tertuna sjálfa daginn eftir.
Basic marengs terta sem maður bara skellir í, ekkert vesen, alltaf góð!
Mjög þægilegt að baka botninn að kvöldi og gera svo tertuna sjálfa daginn eftir.
Hitið ofninn í 120°C með blæstri eða 130°C með undir- og yfirhita án blásturs
Stífþeytið saman eggjahvíturnar og sykurinn
hrærið varlega kornflexinu/rice krispies saman við með sleif
Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreyfið stífþeyttu eggjahvítunum í það lag sem hentar ykkur
Bakið í 60 mín
Gott er að láta marengsinn kólna í ofninum
Þeyta rjómann og setja yfir kaldan marengsinn
Skerið jarðaberin og dreyfið yfir rjómann
Bræðið suðusúkkulaðið í potti á meðalhita (ég bræði aldrei yfir vatnsbaði, bara hræra í allan tímann og taka af hellunni um leið og allt súkkulaðið er bráðið) og dreyfið því yfir tertuna.