Þessar klassísku Amerísku pönnukökur sem eru oft borðaðar með sýróp og baconi. Það er allavega í uppáhaldi á okkar heimili. Við erum með 3 börn og gerum yfirleitt alltaf tvöfallda uppskrift.
Þessar klassísku Amerísku pönnukökur sem eru oft borðaðar með sýróp og baconi. Það er allavega í uppáhaldi á okkar heimili. Við erum með 3 börn og gerum yfirleitt alltaf tvöfallda uppskrift.
Bræðið smjörið.
Þeytið eggin aðeins í hrærivél.
Bætið öllum þurrefnunum og mjólkinni út í og hrærið saman.
Deigið á að vera frekar þykkt.
Hitið pönnu upp í miðlungshita.
Setjið örlítið smjör á pönnuna fyrir hverja pönnuköku.
Setjið ca 1 ausu af deigi á pönnuna. Þegar þið sjáið byrja að koma smá bublur í deigið, snúið við pönnukökunni með spaða.
Þegar búið er að snúa pönnukökunni við þarf hún einungis að steikjast í 30-60 sek í viðbót.
Við fáum tæpl 8-10 pönnukökur úr þessu á svona 10cm þvermál.