Unaðslega góð og silkimjúk gulrótarkaka… þessi klassíska með smá tvisti sem gerir hana enn betri.
Unaðslega góð og silkimjúk gulrótarkaka… þessi klassíska með smá tvisti sem gerir hana enn betri.
Hægt er að baka kökuna í einu smelluformi eða tveimur til að setja þá krem einnig á milli en þá þarf að stytta bökunartímann og bæta aðeins í kremið
Hitið ofninn í 180°C án blásturs
Takið rjómaostinn úr ísskápnum svo hann nái stofuhita
Hrærið saman öllum þurrefnunum
Hrærið saman í aðra skál eggjum og olíu og blandið síðan saman við þurrefnablönduna
Bætið rifnum gulrótum og ferkjum saman við með sleif
Hellið deiginu í smurt form og bakið neðarlega í ofninum í ca. 45 mín
KÆLIÐ
Búið til kremið með því að hræra saman rjómaostinum og flórsykrinum, smakkið til með rifnum börk af sítrónu
Berið kremið á kælda kökuna
NJÓTIÐ!