Þarf smá undirbúning en ALVEG þess virði! Coq au vin eins og það gerist best.
Þarf smá undirbúning en ALVEG þess virði! Coq au vin eins og það gerist best.
Veltið kjúklingabitunum upp úr hveiti
Hitið smjör á stórri/pjúpri pönnu og brúnið kjúklingabitana á öllum hliðum
Leggið kjúklingabitana til hliðar á bökunrpappír (dregur aðeins í sig auka fituna)
Ef mikill vökvi er á pönnunni eftir steikinguna hellið þá hluta af honum af svo eftir sé einungis um 1-2 msk af vökva
Skerið beikonið í litla bita/sneiðar
Skerið sveppina í 2-4 hluta hvorn
Pressið hvítlauksrifin
Afhýðið skalottulaukana, má skera í tvennt en líka flott að hafa heila
Steikið á pönnunni í vökvanum beikon, sveppi, hvítlauk og skalottulaukana þar til skalottulaukurinn er orðinn gullinn, hrærið í á meðan
Bætið kjúklingabitunum aftur á pönnuna
Hakkið fersku steinseljuna og bætið á pönnuna
Bætið við koníaki, hvítvíni, kjúklingakrafti, lárviðarlaufi og tómat paste
Lækkið í miðlunghita undir pönnunni og látið krauma undir loki í 30-40 mín eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn
Fjarlægið kjúklingabitana úr sósunni og sjóðið hana aðeins áfram þar til hún er orðin dálítið þykkari
Takið lárviðarlaufið úr sósunni og hendið
Berið fram kjúklinginn með sósunni og baquette…. ef þið viljið gera alveg eins og Frakkarnir… en það er líka hægt að gera þetta íslenskara og bera fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði 😉