Mjög auðvelt og fljótlegt en lítur samt mjög fancy út 😉
Mér finnst best að nota bæði sultu og kanilsykur, en fyrir þá sem kjósa minna sætt, er hægt að sleppa sultunni.
Myndband finnst hér: Epla blóm uppskrift.
Mjög auðvelt og fljótlegt en lítur samt mjög fancy út 😉
Mér finnst best að nota bæði sultu og kanilsykur, en fyrir þá sem kjósa minna sætt, er hægt að sleppa sultunni.
Myndband finnst hér: Epla blóm uppskrift.
Forhitið ofnin í 180°C
Skerið eplin til helminga. Tekið kjarnann úr og skerið í þunnar sneiðar (ca 2-3mm).
Fyllið skál með köldu vatni og blanða safanum af hálfri sítrónu út í. Eplasneiðarnar lagðar út í og látnar liggja í 2-3 mínutur.
Annað hvort sjóðið eplin þar til sneiðarnar eru orðinar mjúkar og brotna ekki þegar þær eru beygðar, eða setjið skálina í örbylgjuofn á háan hita í 2-3 mínutur.
Skerið smjördeigið í 6 lengjur.
Takið 1 lengju, smyrjið með sultu (má sleppa), leggjið epla sneiðarnar á deigið þannig að helmingurinn af sneiðunum er á deiginu og hinn helmingurinn stendur fram fyrir deigkantinn.
Leggjið deigið saman á langsum þannig að epla sneiðarnar standa aðeins út fyrir.
Rúllið upp í blóm og setjið í muffins mót.
Bakið eplablómin í 15-20 mínutur.
Látið kólna aðeins og stráið flórsykri yfir áður en eplablómin eru borin fram.