Virkilega góður en einfaldur alvöru indverskur kjúklingaréttur ásamt gúrku- og gulrótasalati
Virkilega góður en einfaldur alvöru indverskur kjúklingaréttur ásamt gúrku- og gulrótasalati
Sjóðið hrísgrjón fyrir 4 skv leiðbeiningum á pakkanum
Skerðu í púrrulaukinn í nokkra minni bita og settu í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, olíu, tómatpúrre, hunangi og hvítvínsediki. Blandið saman stuttlega þar til samfelld blanda
Bætið út í engifer dufti, paprikudufti, spiskúmín, kóríander kryddi og salti
Hrærið síðan út í jógúrt og vatni
Hita olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til full eldaður. Krydda með salt & pipar
Helltu marineringunni yfir kjúklinginn og leyfðu öllu að malla á miðlungshita í ca 10 mín
Skræla gulræturnar og skera síðan með ostaskera í þunnar sneiðar. Skera gúrkuna með ostaskera í þunnar sneiðar. Blanda gulrót og gúrku saman í skál, smakka til með salt & pipar
Strá ferskri steinselju yfir kjúklinginn og bera fram með grjónum og gúrkusalati