Einfalt og klassískt rifsberjahlaup. Hægt er að poppa það aðeins upp og setja t.d. chili með í pottinn þegar hlaupið er soðið.
Einfalt og klassískt rifsberjahlaup. Hægt er að poppa það aðeins upp og setja t.d. chili með í pottinn þegar hlaupið er soðið.
Ég nota 700 g af sykri á móti 1 kg af berjum með stilk. Ef þið viljið hafa hlaupið sætari má setja meiri sykur
Þvoið sultukrukkurnar
Sjóðið vatn í katli og hellið í hreinar krukkurnar, hafið vatnið í krukkunum þar til sultan er sett í
Þvoið berin
Setjið í stóran pott ber með stilkum og sykur
Hrærið allan tíman þar til suðan kemur upp
Þegar suðan kemur upp er byrjað að taka tímann og látið sjóða í 3 mín
Þá er potturinn tekinn af hellunni
Setjið sigtið ofan á auka skálina
Ausið berjunum upp í sigtið og merjið vel niður með sleifinni til að ná sem mest af safanum úr
Gott er að geyma hratið og nota t.d. í saft
Hellið nú heita vatninu úr sultukrukkunum, setjið nokkra dropa af Benson-Nat í hverja krukku og veltið vökvanum til í krukkunni (gott er að gera 2-3 krukkur tilbúnar í einu svo þær nái ekki að kólna of mikið)
Hellið hlaupinu í heitar krukkurnar EKKI LOKA STRAX
Ef þið viljið nota hratið í saft er það sett aftur í pottinn og smá vatni bætt út í svo rétt fljóti yfir berjunum
Látið sjóða í nokkrar mín, síðan sigtað og sett á flöskur og geymt í ísskáp. Nota skal saftina innan nokkura vikna, annars gerjast hún
Nú er kominn tími á að loka sultukrukkunum (eða ef þið gerið ekki saftina þá láta sultukrukkurnar standa opnar í um 5 mín áður en þær eru lokaðar
Hlaupið er sett beint í ísskáp og kælt þar
Síðan þarf ekki að geyma það í ísskáp eftir að það hefur kólnað (nema ef þið sleppið Benson-Nat inu þá þarf að geyma hlaupið í ísskáp og borða fljótlega)