Bolludagsbollur að sænskum sið.
Dúnmjúkar gerdeigsbollur með möndlumassa og rjómafyllingu.
Uppskriftin gefur ca 20 stóra semlur (eða fleiri minni)
Bolludagsbollur að sænskum sið.
Dúnmjúkar gerdeigsbollur með möndlumassa og rjómafyllingu.
Uppskriftin gefur ca 20 stóra semlur (eða fleiri minni)
Hita ofn í 225°C án blásturs
Blandið geri og kardimommu saman
Bræða smjör í potti, taka pottinn af hellunni og blanda mjólkinni út í
Hella mjólkurblöndu yfir gerið og láta það leysast alveg upp (getur tekið 5-10 mín. Þetta er mikilvægt til að bollurnar lyfti sér vel)
Bæta hluta af hveitinu út í, svo salti og sykri og að lokum restina af hveitinu
Hnoða í ca 15 mín, helst í vél
Láta lyfta sér í ca 30 mín, eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð
Búa til bollur, raða á plötu og láta lyfta sér þar til þær hafa tvöfaldast að stærð, ca 50-60 mín
Baka við 225°C án blásturs neðst í ofninum í um 10 mín eða þar til ljósgylltar að lit
Taka út og kæla
Þegar hafa kólnað aðeins þá skera rétt ofan af hverri bollu, taka innan úr henni og nota það í fyllinguna
Fylling: blanda saman deiginu innan úr bollunum og möndlumassa, væta upp með smá óþeyttum rjóma
Þeyta restina af rjómanum
Setja í hverja bollu möndlufyllingu, þeyttan rjóma ofan á og lokið efst. Strá smá flórsykri yfir til skreytingar