Okkur finnst Gló frábærar svo við reyndum því að búa til eitthvað svipað.
Það tókst svo vel að við höfum gert þær mjög reglulega síðan.
Það er ansi erfitt að gera þetta í litlum skömmtum þar sem við búum til 3-5 mismunandi týpur af salötum til að velja frá og blanda sjálfur saman svo við gerum bara væna skammta, setjum hverja týpu fyrir sig í geymsludalla í ísskápinn sem endast þá í nokkra daga.

Hægt er að gera margar mismunandi týpur, bara láta ímyndunaraflið fá lausan tauminn.
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum týpum sem eru í uppáhaldi hjá okkur.
Ef þið eruð með fleiri hugmyndir væri gaman að heyra um það í kommentunum svo ég geti prófað það næst.

Fyrir utan salötin þá gerum við annað hvort litlar kjötbollur eða steikjum kjúklingalundir til að fá prótein í skálarnar.
Mjög gott er síðan að búa til Wasabi mayones (blanda bara saman wasabi og mayonesi) til að nota út á, eða Hot-sauce.
Við setjum svo oftast cashew hnetur og kókosflögur yfir. Þurrkuð törnuber eru líka góð á, bara passa að kaupa þau sem eru án viðbætts sykurs.