Ef þið kannist við að eiga til allt of mikið grænkál eftir uppskeru barnanna úr skólagörðunum er þessi uppskrift tilvalin fyrir ykkur! Og auðvitað aðra sem kaupa grænkálið úti í búð 😉
Þetta er í rauninni grænkálssúpa. Við kölluðum hana upphaflega krókódílasúpu til að fá krakkana til að borða hana 😉 Krakkarnir bættu svo við nafninu drekasúpa fyrir okkur foreldrana, þar sem við bætum chili paste í okkar skálar. Krökkunum finnst súpan mjög góð meira að segja eftir að þau urðu aðeins eldri og áttuðu sig á að þetta er í raun grænkálssúpa.