Mjög auðveld, falleg og girnileg stjarna sem allir í fjölskyldunni okkar elska.
Fullkomin jólauppskrift.

Stærsti hlutinn af heildar tímanum fer í að láta deigið lyfta sér, framkvæmdin sjálf tekur stuttan tíma.

Þessi uppskrift er með Nutella, en einnig er hægt að nota annars konar fyllingu, t.d. smyrja með smjöri og kanilsykri eða með pizzusósu, osti og fræjum.
Ef ykkur dettur einhver önnur sniðug fylling í hug, endilega látið vita í kommentum.